Academie

Vörur -> Academie

Til baka í allar vörur

Académie samanstendur af mörgum vörulínum sem hver og ein hefur sitt sérkenni. Hlutverk þeirra er að þjóna þörfum hvers og eins á sem bestan hátt til að ná frábærum árangri í meðferð húðar.

Sölulínur í Académie

Hypo sensible

Scientific system

100% Hydraderm

Acad'aromes

Derm Acte

Bronzécran

Bronzexpress

Acadayspa

Acad’épil

Herralína

Hypo sensible

Til að varðveita fallega og heilbrigða húð er grundvallaratriði að viðhalda jafnvægi hennar daglega. Académie Scientific de Beauty hannaði Hypo Sensible til að sinna mismunandi þörfum húðarinnar. Í þessari línu eru til margar tegundir af kremum fyrir mismunandi húðgerðir.

 

 


 

Scientific System

Öflugt svar við öldrun húðarinnar. Scientific System línan er með fjölda háþróaðra innihaldsefna sem eru mjög virk. Virkni efnanna er augljós og endingargóð og kemur í veg fyrir og lagfærir sjáanleg aldursmerki. Scientific System línan endurbyggir, gefur stinnleika og veitir raka svo húðin ljómar af útgeislun. Ofnæmiþol Scientific System vörulínunnar hefur verið hámarkað og dregur úr hættu á ofnæmisviðbrögðum.

     

 


100% Hydraderm

Ný, endurbætt og er parabenfrí. Hydraderm gefur húðinni fullkomin raka og vörn. Létt krem fyrir unga og blandaða húð. Einnig eru til silkikennd krem sem henta venjulegri húð sem hættir við þurrki. Mjög hlutlaus og rakagefandi lína.

 
 

 

 

Acad'aromes

Acad’arômes ilmkjarnaolíur í hæsta gæðaflokki hjálpa húðinni að aðlagast og finna jafnvægi og útgeislun. Sérsniðnar meðferðir, lagaðar að þörfum húðarinnar. Acad’arômes kremin uppfylla þarfir húðarinnar á viðeigandi þáttum (rakagefandi, endurlífgandi, nærandi eða hreinsandi). Kremið samstillir orku og örvar frumuskipti og með hjálp þess endurheimtir húðin jafnvægi sitt og heilbrigði. Forðist augnumgjörð.
 
 
 
 
 

Derm Acte

 Með Derm Acte, nýju húðlínunni, gengur Académie Scientifique de Beauté skrefi lengra og býður háþróaðar vörur sem leysa geta sértæk vandamál húðarinnar. Derm Acte er fagleg húðmeðferðarlína sem hefur það að markmiði að hámarka og fullkomna árangur sem næst með sérhæfri meðferð hjá snyrtifræðingi. Derm Acte kemur ekki í staðinn fyrir læknisfræðilega flögnun, leysigeislameðferð eða sprautur, en með samþættingu við stofumeðferð er hún leið sem veitir undraverðan árangur.
 

 
 

 

 

Bronzécran

Ný og endurbætt sólarvörn fyrir allar húðgerðir frá stuðlinum 6 upp í 50 og allt þar á milli.

Bronzécran er hannað sérstaklega fyrir mjög ljósnæma húð og er vatnsheld vörn í kremformi.

PP1: Fyrir mjög ljósa og viðkvæma húð
PP2: Fyrir venjulega húð sem fær auðveldlega lit
PP3: Dökk húð sem þolir vel sólböð

Húðmjólk eða aftersun sem hefur kælandi áhrif, róar samstundis og sólbrúnkan endist lengur.

Bronz'express

Academie - Bronz' express. Frábær lausn til að fá fallegan brúnan lit og heilbrigt útlit án þess að verða fyrir geislum sólarinnar eða ljósabekkjanna: Mjög auðvelt í notkun, jafn og fallegur litur. Bronsz’express er til sem lotion og í gelform sem er mög vinsælt og fitulaust.

 

Acadayspa

Acadayspa er endurnýjuð líkamslína. Acadayspa bodylínan eru byggð á náttúrulegum jurtum með jurtakrafti sem hefur hressandi, róandi, grennandi og slakandi áhrif. Mjög áhrifarík bodylína sem inniheldur mikla virkni eins og t.d. lótusblóm sem styrkir varnir húðar gegn sindurefnum. Kremið inniheldur einnig hvítt te sem verndar húðina gegn skemmdum, gefur orku og læknakólf sem er frískandi og sléttandi fyrir húðina.

 

 

 

Acad´épil

Acad´épil er shock-meðferð sem nota skal eftir háreyðingu til að stjórna og hægja á endurvexti hára til að halda húðinni mjúkri og hreinni. Hárin verða viðráðanlegri, gisnari, fíngerðari, ljósari og mýkri. Fjöldi inngróinna hára er takmarkaður og húðin verður varanlega mjúk og hrein og háreyðing þarf ekki af fara eins oft fram. Til eru tvennskonar krem þ.e. fyrir fætur og andlit, handakrika og bikinilínu.

Til er frábært deodorant rollon sem er án alkóhóls og rotvarnarefna. Það stýrir svitamyndun og eyðir lykt og hefur þann eiginleika að draga úr hávexti með sömu virku efnin og kremin.

 
 

Herralína Académie Men

Sérsniðin húðsnyrtivara fyrir karlmenn sem vilja hugsa vel um húð sína. Boðið er upp á virka, rakagefandi og kraftmikla herralínu sem samanstendur af:

Rakkremi sem mýkir húðina
Rakabalm sem er rakagefandi og mattandi.
Krem fyrir þurra húð sem vinna gegn hrukkum og endurlífga húðina.
Augnkrem með virkum sléttandi eiginleikum gegn þrota og dökkum baugum.
Hreinsigel fyrir andlit og líkama sem veitir vellíðan og ferskleika.