Vörur

Við seljum hágæða snyrtivörur frá sérvöldum merkjum. Hreinsilínur, andlits- og líkamskrem, hand- og fótsnyrtivörur, förðunarlínur og herravörur.  

Académie samanstendur af mörgum vörulínum sem hver og ein hefur sitt sérkenni. Hlutverk þeirra er að þjóna þörfum hvers og eins á sem bestan hátt til að ná frábærum árangri í meðferð húðar.

Alessandro NailSpa eru þróaðar handsnyrtivörur sem við getum svo sannalega mælt með. Alessandro býður upp á markvissa umhirðu sem er einstök á sviði naglasnyrtivara.

Sothys er heimþekkt Spa húðvörumerki sem hefur byggt upp mikla sérfræðiþekkingu á sviði fegurðar í gegnum árin. Förðunarlínan státar af fallega hönnuðum snyrtivörum sem samanstanda af hágæða innihaldsefnum sem fullkomna þarfir nútímakonunnar.

Gehwol eru þýskar fótsnyrtivörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum efnum, í nánu samstarfi við fótaðgerðafræðinga.